Úthýsing lýsir því þegar eitt fyrirtæki felur öðru fyrirtæki, sem sérhæfir sig í slíkri þjónustu, að annast ákveðinn þátt í starfsemi sinni. Úthýsing lýsir því þegar eitt fyrirtæki felur öðru fyrirtæki, sem sérhæfir sig í slíkri þjónustu, að annast ákveðinn þátt í starfsemi sinni. Markmið fyrirtækis sem nýtir sér þessa þjónustu er jafnan að ná auknu hagræði í sínum rekstri og geta einbeitt sér að öðrum þáttum starfsemi sinnar. Það eru þeir þættir sem hafa hvað beinast með tekjuöflun fyrirtækisins að gera og heyra til kjarnastarfsemi þess.Helsti ávinningur úthýsingar er talinn vera sá tími sem stjórnendur spara sér með því að skera frá þætti sem aðrir geta unnið betur. Þannig geta þeir lagt kraftana í það sem fyrirtækið vill leggja áherslu á. Slagorð margra sérfræðifyrirtækja á hýsingarmarkaði er einmitt eitthvað á þessa leið: “Sinntu því sem þú gerir best, það gerum við.”