Fyrirtæki þurfa að eiga við flókið og síbreytilegt skattaumhverfi, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Netskil býður upp á almenna lögfræðiráðgjöf sem og sérhæfða fyrirtækja- og skattaráðgjöf. Vönduð og árangursrík ráðgjöf á sviði skatta og félagaréttar getur veitt fyrirtæki þínu samkeppnisforskot og tryggt að rétt sé staðið að málum þess.
Netskil býður upp á almenna lögfræðiaðstoð í tengslum við viðskiptaleg- eða fjárhagsleg málefni. Á sviðinu starfa lögmenn sem geta veitt þér faglega og trausta þjónustu.
Samningagerð
Mikilvægt er að vanda til samningagerðar í upphafi samninga. það getur reynst dýrkeypt ef upp koma ágreiningsatriði sem hægt hefði verið að fyrirbyggja. Efni samnings ættu æskilega að taka á sem flestum álitaefnum sem kunnu að koma upp ef á efndir þarf að reyna. Með góðri samningagerð er unnt að forðast óþarfa ágreiningsefni sem geta kostað viðskiptasambönd auk þess sem þau geta haft í för með sér kostnað og tímasóun. Þarfir samningsaðila skulu vera skilgreindar og sniðnar að þeim markmiðum sem stefnt er að með samningagerðinni. Þá skal samningagerðin vera í samræmi við lög og reglugerðir til að tryggja bæði gæði og innihald samningagerðarinnar.
Löginnheimta
Löginnheimta er lokaúrræði við vanskilainnheimtu og ekki er gripið til löginnheimtu nema lögvarðir hagsmunir séu til staðar, innheimtuaðgerðir haf verið rétt upp byggðar, millinnheimta hefur verið fullreynd eða greiðendamat leiðir í ljós að skuldari hyggst ekki standa skil á kröfu í gegnum milliinnheimtu.
Skattaráðgjöf
Þjónustu á sviði skattaréttar og aðstoðar veitir úrlausn skattalegra álitaefna sem kunna að koma upp hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Netskil veitir íslenskum og erlendum einstaklingum og lögaðilum ráðgjöf varðandi skatta, skattlagningu og réttindi þeirra og skyldur á Íslandi. Við aðstoðum við málsmeðferðir gagnvart skattyfirvöldum, önnumst úrskurðarkærur til yfirskattanefndar og tökum að okkur önnur samskipti við skattyfirvöld.
Stofnun og slit fyrirtækja
Viðskiptavinum lögfræðiþjónustu Netskila býðst þjónusta og ráðgjöf við kaup, sölu og sameiningu fyrirtækja. Meðal þess sem felst í þjónustunni er framkvæmd verðmats á fyrirtækinu, rekstrarlegu verðmæti þess og eignum þess. Við veitum einnig aðstoð við gerð sölulýsinga og kynningarefnis og tökum að okkur umsjón með samningagerð.
Samkeppnisréttur
Við gætum samkepnislegra hagsmuna fyrirtækja og aðstoðum fyrirtæki við að verja samkeppnislega hagsmuni sína á markaði. Við komum þannig að málum sem eru til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum, málum sem varða meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja og málum sem varða meint samráð á markaði.