Fruminnheimta
Fruminnheimta Netskila miðar að því að viðhalda viðskiptasamböndum. Við bendum viðskiptavinum kröfuhafa á ógreidda reikninga í tæka tíð og veitum greiðendum tækifæri til að bregðast við innan eðlilegra tímamarka. Með réttu og venjubundu viðmóti við fruminnheimtu er lögð áhersla á sanngirni, rétt viðbrögð og tillitsemi við greiðendur.
> Nánari upplýsingar um fruminnheimtu
Milliinnheimta
Milliinnheimta Netskila miðar áfram að því að viðhalda viðskiptasambandi á milli kröfuhafa og greiðanda. Í milliinnheimtu er aukin áhersla á að viðhalda fjárstreymi kröfuhafa og að standa við gefin greiðsluloforð. Nú er svo komið að greiðandi að vöru eða þjónustu hefur fengið vöru eða þjónustu afhenda, kaupandi hefur ekki staðið við greiðslu á umsömdum tíma og hefur verið áminntur um vanskil sem kunna að hafa áhrif á fjárstreymi seljanda.
> Nánari upplýsingar um milliinnheimtu
Greiðendamat
Greiðendamat Netskila leggur mat á kröfur fyrir hönd kröfuhafa og skilar áliti um ráðleggingar varðandi framhald innheimtuaðgerða. Ef útlit er fyrir að kröfur séu ekki að fást greiddar þá gefur Netskil út greiðendamat sem ráðleggur kröfuhöfum til um hvort næstu skref eigi að vera í formi frekari aðgerða, s.s. málshöfðunar, afskriftar eða kröfuvaktar. Greiðendamat fer yfirleit fram eftir að milliinnheimtu lýkur án árangurs.
> Nánari upplýsingar um greiðendamat
Löginnheimta
Starfsfólk Netskila er m.a. skipað lögmönnum með áratuga reynslu af starfi við innheimtu vanskilakrafna auk þess em lögmenn eru einnig vel kunnugir störfum fyrir greiðendur sem lent hafa í vanskilum. Þekking okkar gerir að verkum að á sama tíma og við innheimtum kröfur vegna vangoldinna krafna þá er til staðar þekking til að aðstoða skuldara sem lent hafa í tímabundum vandræðum og hafa vilja og getu til að vinna úr þeim vanda.
> Nánari upplýsingar um löginnheimtu
Kröfuvakt
Netskil býður viðskiptavinum upp á kröfuvakt sem felst í því að innheimtu er viðhaldið þrátt fyrir að útlit sé fyrir að afskrifa þurfi kröfu. Í kröfuvakt er fylgst með skuldurum sem hafa ekki staðið við gefin greiðsluloforð og innheimtu er sinnt fram að fyrningatíma kröfu. Kröfur eru lifandi í kröfuvakt í allt að 4 – 10 ár. Ef dómssátt hefur verið gerð eða dómur kveðinn upp er um allt að 10 ára líftíma að ræða.
> Nánari upplýsingar um kröfuvakt
Millilandainnheimta
Netskil er í samstarfi við alþjóðlega fyrirtækið Intrum Justitia sem er sérhæft fyrirtæki í umsýslu viðskiptakrafna. Intrum justitia rekur skrifstofur í 20 Evrópulöndum og er auk þess með innheimtustarfsemi í 180 löndum, þ.á.m. öllum helstu viðskiptalöndum Íslands.
> Nánari upplýsingar um millilandainnheimtu