Innheimtuþjónusta

Netskil byggir innheimtuþjónustu á áralangri reynslu af innheimtum fyrir viðskiptavini. Við leggjum metnað okkar í að að bjóða upp á árangursríkar lausnir sem er ætlað að hagræða og einfalda rekstur viðskiptavina til lengri tíma litið. Netskil býður viðskiptavinum upp á aðgengi að kröfuhafavef sem inniheldur stjórnborð viðskiptakrafna, öflug skýrslugerðartól ásamt aðgerðastillingum og fleiri handhægum möguleikum.

Fruminnheimta


Fruminnheimta Netskila miðar að því að viðhalda viðskiptasamböndum. Við bendum viðskiptavinum kröfuhafa á ógreidda reikninga í tæka tíð og veitum greiðendum tækifæri til að bregðast við innan eðlilegra tímamarka. Með réttu og venjubundu viðmóti við fruminnheimtu er lögð áhersla á sanngirni, rétt viðbrögð og tillitsemi við greiðendur.

> Nánari upplýsingar um fruminnheimtu

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

09:00  - 12:00

13:00  - 17:00

Upplýsingar

Síðumúla 34
108 Reykjavík
Sími 588 1177
netskil@netskil.is

Kort